Langtímaleiga

Rafbílar

Avis2020_AndreaRoberts_806A6610.jpg

Við sjáum um bílinn og þú um hleðsluna

Rafbílar eru einfaldir í rekstri og auðvelda þér lífið þar sem þeir þarfnast ekki eins tíðra þjónustuskoðanna og allir þeir kvillar sem fylgja hefðundnum bílvélum heyra sögunni til.
AVIS Rafbílar eru frábrugðir hefðbundum rafbílum að því leiti að þeir ganga heldur fyrir stuði en rafmagni.

Við sjáum um bílinn og þú um hleðsluna!

Rafbíla má hlaða þá með heima-og eða hraðhleðslustöð og þær eru að finna víðsvegar um allt land og því hefur akstur á rafbílum aldrei verið þægilegri.

Drægni

Drægni rafbíla munar á milli gerðar, aksturslagi og aðstæðum og því er mikilvægt að huga að hleðslu í daglegum akstri. Rafbílar mæla rafgeymi og aðstæður og birta því áætlaða drægni að hverju sinni sem hjálpar ökumönnum að fylgjast með.

Framleiðendur gefa upp áætlaða drægni í kílómetrum en hafa þarf í huga að þær mælingar miða við kjöraðstæður og því gæti raundrægni verið önnur.

Helstu þættir sem hafa áhrif á drægni eru:

  • Aksturslag ökumanns
  • Veðurfar (Hitastig og vindur)
  • Vegur og undirlag
  • Farmur bíls (Fjöldi farþega og farangur)
  • Brekkur
  • Hitastig rafhlöðu við ræsingu.
  • Notkun á aukabúnaði (Miðstöð, sætishiti, útvarp o.s.fr.)
  • Hvar er ekið (Innanbæjar eða á þjóðvegi)

Hvernig hámarka ég drægni?

Flestir rafbílar bjóða upp á mismunandi akstursstillingar. Algeng dæmi eru Sparakstur (e. eco), Hefðbundinn akstur (e. normal) og Sport. Val á akstursstillingu getur haf töluverð áhrif á drægni og því skal gæta þess hvaða stilling er valin.

Hvernig hleð ég bílinn?

Við mælum með heimahleðslustöðvum eða hraðhleðslustöðvum. Heimahleðslustöðvar eru 22kW og fást leigðar hjá okkur. Hraðhleðslustöðvar eru 50-100kW og finnast víða um land allt. Hægt er að finna næstu stöð með Ísorku Appinu.

Við mælum gegn því að hlaða bíl með hefðbundri innstungu þar sem það getur valdið tjóni á rafkerfi húsa. Heimahleðstlustöðvar eru þægilegur kostur og hlaða bílinn einnig hraðar en hefðbundnar innstungur. Hafðu samband ef þú vilt leigja hleðslustöð.

Rafmagnsleysi

Sé það tvísýnt hvort rafbíll drífi á næstu hleðslustöð eða ekki er mikilvægt að takmarka orkunotkun sé kostur á. Stilltu á Sparakstur, slökktu aukabúnaði eins og útvarpi og miðstöð, haltu jöfnum hraða og nýttu mótorbremsuna sem hleður inn á geyminn í akstri.

Klárist hleðsla á rafbíl verður hann óökufær og þarfnast flutninga á næstu hleðslustöð. Rafbíla má ekki draga og því þarf að sækja hann á sérstökum flutningabíl til að koma áleiðis. Leigutaka ber að tilkynna AVIS Bílaleigu ef rafbíll verður rafmagnslaus og ber allan kostnað sem hlýst á flutningi.

Ísorku Appið

iOS App Store iOS App Store