Skilmálar

Skilmálar

Almennir skilmálar:

 1. Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamningsins og skilmála með undirritun sinni á leigusamning þennan, sem leigutaki fær sent sem stafrænt eintak eða prentað afrit eftir beiðni.
 2. Leigutaka er skylt að undirrita afrit af leigusamningi með rafrænni undirskrift sinni sbr. Lög nr. 28/2001 um rafræna undirskrift.
 3. Viðaukar og breytingar á skilmálum og ákvæðum leigusamnings þessa ásamt ástandsskýrslu ökutækis skulu vera skriflegar. Ef skipta þarf um bíl á leigutímanum og um er að ræða breytingu er varir út leigutímann er leigusamningi lokað, hann gerður upp og nýr samningur gerður.
 4. Leigutaki skal tilkynna leigusala um aðsetursskipti um leið og þau verða. Sama á við um breytingar á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er til tryggingar á greiðslum skv. samningi þessum.
 5. Leiguverð tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala í þeim mánuði sem leiga hefst. Tryggingariðgjöld taka breytingum samkvæmt verðskrá tryggingarfélags nema um annað hafi verið sérstaklega samið.
 6. Um samninga sem gerðir eru á grundvelli skilmála, þar með talið bótakröfur sem eftir atvikum kunna að vera gerðar, fara að íslenskum lögum. Gildir það bæði um grundvöll og útreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utan samninga.
 7. Leigusali getur óskað eftir greiðslu tryggingafjár. Tryggingaféð getur numið allt að sex mánaða leigugreiðslu og tryggingaiðgjaldi sem greiðist leigusala áður en bíll er afhentur leigutaka.
 8. Leigusala er heimilt að framselja leigusamning þennan til annars aðila, enda skerði slíkt framsal ekki réttarstöðu leigutaka sbr. lög. 161/2002.
 9. Bent skal á að skjóta má ágreiningsmálum samningsaðila leigusamnings þessa til starfandi úrskurðarnefndar Neytendasamtakanna.
 10. Rísi upp mál út af leigusamningi þessum skal málið rekið fyrir varnarþingi leigusala.

Söfnun og geymsla persónuupplýsinga:

11.Bílaleigan notast við persónuupplýsingar leigutaka til að veita honum leiguþjónustu. Persónuupplýsingar geta innihaldið nafn leigutaka, fjölskyldumeðlima, starfsmanna eða annarra sem hann tilgreinir við gerð samnings ásamt heimilisföngum þeirra, kennitölu, ökuskírteinisnúmeri, netfangi, símanúmeri o.s.frv.

 1. Bílaleigan notast við persónuupplýsingar leigutaka til að ákvarða hvort hún skuli veita leigutaka þjónustu í framtíðinni, að fengnu ótvíræðu samþykki leigutaka fyrir slíkri notkun á persónuupplýsingum hans. Þar á meðal getur verið um að ræða lánshæfismat, kannanir og/eða aðra markaðssetningu í gegnum textaskilaboð og/eða tölvupóst.
 2. Bifreiðin kann að vera útbúin skráningarbúnaði til þess að staðsetja bifreiðina. Leigutaki er þá sérstaklega upplýstur um að svo sé. Staðsetningargögn eru geymd á þann hátt að ekki er mögulegt persónugreina þau nema í þeim tilfellum sem hér eru tilgreind:
  1. Til að vernda lögmæta hagsmuni bílaleigunnar með því að staðsetja bifreiðina verði henni stolið eða ekki skilað á umsaminn skilastað sem eins
   og fram kemur í leigusamning. Ef um slys eða bilun er að ræða til þess að staðsetja bifreiðina og koma í veg fyrir frekara tjón.
  2. Til þess að tryggja öryggi leigutaka með því að senda út viðvörun vegna sérstaklega hættulegra veðurskilyrða.
  3. Til þess að veita leigutaka þjónustu með því að senda markaðsefni tengt staðsetningu hans og er það þá gert að undangengnu ótvíræðu
   samþykki leigutaka.
 3. Bílaleigan mun afhenda persónuupplýsingar leigutaka, að því marki sem lög leyfa og nauðsyn krefur:
  1. Löggæsluyfirvöldum, staðaryfirvöldum og bílastæðasjóði, hafi þessir aðilar rétt til slíkra upplýsinga samkvæmt lögum eða í tilgangi
   lögmætra hagsmuna bílaleigunnar, til dæmis til að framfylgja leigusamningnum milli aðila.
  2. Þriðju aðilum sem starfa fyrir hönd bílaleigunnar við kröfustýringu eða innheimtu skulda sem leigutaki skuldar bílaleigunni.
  3. Þriðju aðilum sem annast sannvottun á ökuskírteinum.
  4. Þriðju aðilum sem framkvæma neytendakannanir fyrir hönd bílaleigunnar sem bílaleigan notar til að bæta þjónustu sína gagnvart
   leigutökum.
 4. Gögn sem innihalda persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum innan EES svæðisins og dulkóðaðar til þess að lágmarka líkur á því að utanaðkomandi aðilar komist í þau. Leigusali viðheldur ávallt viðeigandi og fullnægjandi verklagi til þess að koma í veg fyrir óheimilan aðgang og misnotkun á þeim persónuupplýsingum sem notaðar eru.
 5. Leigutaki hefur rétt til að biðja um aðgang að þeim persónuupplýsingum sem bílaleigan hefur um hann og, ef ástæða þykir til, biðja um að persónuupplýsingar séu leiðréttar, þeim breytt, sé lokað eða þær fjarlægðar. Við ákveðnar kringumstæður hefur leigutaki rétt til að mótmæla úrvinnslu á persónuupplýsingum, sem og rétt til að flytja upplýsingarnar. Leigutaki skal í þessu tilliti snúa sér til bílaleigunnar.
 6. Persónuupplýsingar leigutaka eru eingöngu geymdar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla upprunalegan tilgang með söfnun þeirra. Eins og 7. grein laga nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja kveður á um skal bílaleigan varðveita leigusamninginn í a.m.k. 3 ár. Í vissum tilfellum kunna persónuupplýsingarnar að vera geymdar í allt að sjö ár, í samræmi við lög um bókhald nr. 145/1994.
 7. Persónuupplýsingum barna er ekki safnað enda er börnum yngri en 16 ára ekki heimilt að nýta þjónustu ALP hf.
 8. Bílaleigan, ALP hf., eins og hún er nefnd í leigusamningnum, er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með. Samskiptaupplýsingar bílaleigunnar má finna í leigusamningnum.

20. Leigutaki hefur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef hann telur að úrvinnsla persónuupplýsinga brjóti í bága við lög.

Afhending hins leigða:

21. Leigusali ábyrgist afhendingu ökutækis á umsömdum tíma og að það fullnægi kröfum sem gerðar eru um það samkvæmt lögum.

22. Leigusali skal kynna leigutaka efni leigusamnings þessa og sérstaklega þær skyldur sem hann tekur á sig með undirritun hans.

23. Um aukaþjónustu sem ekki er tilgreind í samning þessum gildir almenn verðskrá leigusala.

24. Vilji leigusali takmarka sérstaklega notkun ökutækis með hliðsjón af útbúnaði þess og/eða ástandi vega skal það gert skriflega við undirritun leigusamnings þessa .

25. Leigusali ábyrgist að vera ávallt með gilda starfsábyrgðartryggingu.

26. Leigusali er ekki ábyrgur fyrir hvarfi muna eða skaða á þeim, sem leigutaki, eða einhver annar aðili, geymdi eða flutti í eða á ökutækinu.

27. Leigutaki staðfestir með undirritun sinni á leigusamning og ástandsskýrslu ökutækis, ástand ökutækisins og fylgihluta þess þegar hann veitir því viðtöku.

28. Kílómetrafjöldinn (km) sem ökutækinu er ekið meðan samningur þessi er í gildi, ákvarðast með álestri á venjulegan kílómetramæli sem fylgir ökutækinu frá framleiðanda. Leigutaki skal tilkynna leigusala svo fljótt sem auðið er, ef kílómetramælirinn er eða verður óvirkur á leigutímanum. Allar tilraunir til að breyta lestri kílómetramælisins eða aftengja hann er brot á samningi þessum.

Upphaf leigu

29. Leigusali áskilur sér rétt til að neita leigutaka um að taka bílinn á leigu áður en leigutaki veitir bifreiðinni móttöku jafnvel þó samningur hafi verið undirritaður.

30. Leigutaki skal hafa gilt ökuskírteini fyrir ökutækið sem tilgreint er á samningnum. Ökuréttindi skulu hafa verið gild í minnst eitt ár og þurfa að gilda út leigutímann eins og hann er tilgreindur á leigusamning.

31. Ökutækið er afhent með fullan eldsneytistank og ber að skila því með fullum eldsneytistanki með réttri eldsneytisgerð.

Meðferð hins leigða:

32. Ökutækinu skal stjórnað og ekið gætilega og samkvæmt íslenskum umferðalögum.

33. Ökumaður skal hafa náð 18 ára aldri.

34. Leigutaki ber ábyrgð á tjóni gagnvart þriðja aðila sem ekki fæst bætt af vátryggingafélagi ökutækisins.

35. Leigutaka er óheimilt:

36. Leigutaki skal fylla tafarlaust út tjónaskýrslur ef um tjón er að ræða. Tilkynni leigutaki ekki um tjón ber hann fulla ábyrgð á tjóni.

37. Leigutaki skal fylla út tjónaskýrslu að beiðni leigusala innan 7 daga frá skriflegri kröfu leigusala. Verði leigutaki ekki við þeirri kröfu má líta svo á að umrætt tjón hafi orðið á þann hátt að það falli utan við skilmála kaskótryggingar og ber leigutaki þá fulla fjárhagslega ábyrgð á því.

38. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan bíl sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala.

39. Þurfi leigusali að sækja eða láta sækja ökutækið vegna áreksturs eða annars tjónsatviks ber leigutaki allan kostnað vegna þessa skv. verðskrá leigusala hverju sinni.

40. Reykingar eru bannaðar í bílum sem leigðir eru, leigusali getur sektað leigutaka ef reykt er í ökutækinu skv. verðskrá leigusala. Einnig getur leigusali rukkað leigutaka um þrifagjald vegna slæmrar umgengni eða ólyktar í ökutækinu t.d. vegna gæludýra.

41. Leigutaka er óheimilt að láta fara fram viðgerðir eða breytingar á ökutækinu og fylgihlutum þess eða leyfa nokkra veðsetningu á því.

42. Leigutaka ber að halda hinu leigða vel við og tilkynna leigusala um allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær gerast.

43. Leigutaka er skylt að koma með bifreiðina til þjónustuskoðunar og/eða eftirlits eins og kveðið er á um í samningi þessum og láta leigusala annast viðhald og viðgerðir á hinu leigða. Leigutaki viðurkennir rétt leigusala til þess að kalla bifreið skriflega inn til skoðunar hvenær sem er á leigutímanum með 7 daga fyrirvara þar sem kannað er ástand bifreiðarinnar og taka mælastöðu. Sé ekki orðið við þeirri innköllun geta starfsmenn leigusala tekið bifreiðina til skoðunar hvar sem til hennar næst og án aðfarargerðar. Leigutaki veitir í þessu skyni fullan aðgang að ökutækinu og geymslustað þess.

44. Bili ökutækið vegna eðlilegs slits eða af öðrum ástæðum sem ekki eru leigutaka um að kenna, skal leigusali afhenda leigutaka annað sambærilegt ökutæki svo fljótt sem auðið er eða sjá til þess að viðgerð fari fram svo fljótt sem auðið er, á þeim stað sem leigusali ákveður.
Framangreint hefur ekki áhrif á greiðslu leigugjalds eða annars sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum. Leigusali greiðir engar bætur í þeim tilvikum sem að framan greinir, hvorki vegna gistingar, né annars kostnaðar.

45. Sé leigutaka afhent bifreið í stað hinnar leigðu vegna viðhalds, bilana eða tjónaviðgerðar ber honum að skila henni innan 3 daga frá skriflegri kröfu leigusala um það. Verði leigutaki ekki við þeirri kröfu áskilur leigusala sér rétt til þess að gjaldfæra leigu vegna auka bifreiðarinnar samkvæmt verðskrá leigusala hverju sinni.

Skil á hinu leigða:

46. Leigutaki skal skila ökutækinu:

47. Skili leigutaki ekki ökutækinu á þegar samningur rennur út, þá framlengist leigusamningurinn sjálfkrafa um 1 ár á sömu kjörum og eru á samningi. Ef um vetrarleigusamning er að ræða, og leigutaki skilar ekki ökutækinu þegar samningur rennur út, þá framlengist leigusamningurinn sjálfkrafa um 1 ár samkvæmt verðskrá um langtímaleigu.

48. Leigutaki skal greiða fyrir skemmdir sem verða á ökutækinu, á meðan ökutækið er á hans ábyrgð, sem ekki fást bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða ábyrgðartryggingu þriðja aðila.

49. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala samkvæmt kröfu öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma ökutækinu til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands ökutækisins, vega eða veðurs.

50. Tryggingafé samkv. 7. gr. er endurgreitt leigutaka að leigutíma loknum að frádregnu kostnaðaruppgjöri.

51. Óski leigutaki eftir að skila inn ökutæki áður en samningstími er liðinn skal fara fram uppgjör á leigu auk riftunargjalds sem nemur allt að 6 mánaða leigu. Ef um vetrarleigusamning er að ræða þá nemur riftunargjaldið 1 mánaða leigu.

Tryggingar:

52. Tryggingafélag bifreiðarinnar er Sjóvá Almennar kennitala 6509091270 (Kringlan 5, 103 Reykjavík) og samþykkir leigutaki að þeim sé tilkynnt um leigusamning þennan og aðila hans. Samningur er háður skilyrðum Sjóvá Almennra varðandi iðgjöld og taka þau breytingum samkvæmt verðskrá Sjóvá Almennra.

53. Hið leigða skal vátryggt með lögboðinni ökutækjatryggingu og kaskótryggingu ökutækis. Um vátryggingar þessar gilda skilmálar Sjóvá Almennra nr. 220 um ökutækjatryggingu sem felur í sér ábyrgðartryggingu, slysatryggingu ökumanns og bílrúðutryggingu og nr. 230 um kaskótryggingu ökutækja. Vátryggingaskilmálar eru m.a. aðgengilegir á heimasíðu Sjóvá Almennra, www.sjova.is

54. Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni sbr. 53.gr.

55. Að því marki sem tjón á ökutæki fæst ekki bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða úr hendi þriðja aðila, þ.m.t. ábyrgðartryggingu, ber leigutaki fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á ökutækinu og getur ábyrgð hans numið allt að fullu verðgildi ökutækisins. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á ökutækinu sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala.

56. Kaskótrygging bætir tjón á ökutækinu eins og nánar er kveðið á um í gildandi vátryggingaskilmálum hverju sinni sbr. 53.gr. Leigutaki greiðir eigin áhættu, sjálfsábyrgð, í hverju tjóni sem er nánar tilgreind á framhlið samnings þessa.

57. Verði tíðni tjóna umtalsvert meiri en almennt gerist áskilur leigusali sér rétt til að hækka sjálfsábyrgð í hverju tjóni upp í allt að kr. 360.000, að undangenginni skriflegri tilkynningu þar um til leigutaka og/eða rifta leigusamningi.

58. Kaskótrygging ökutækis bætir skemmdir á ökutækinu af völdum skilgreindra tjónsorsaka sem verða með skyndilegum og óvæntum hætti.

59. Dæmi um tjónstilvik sem kaskótrygging nær ekki yfir (ath. ekki tæmandi upptalning):

60. Ágreining varðandi vátryggingasamninga (ökutækjatryggingu og kaskótryggingu ökutækis) og bótaskyldu Sjóvá Almennra skv. þeim má skjóta til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum.

Greiðslur:

61. Umsamið leiguverð og tryggingaiðgjald er innheimt fyrirfram með boðgreiðslusamningi og/eða innheimtukröfu í netbanka.
Boðgreiðslusamningur er hluti samnings þessa. Innifalið í greiðslu er leigugjald, umsaminn akstur, tryggingar, bifreiðagjöld, hefðbundið viðhald sem myndast við eðlilega notkun eins og smurþjónusta og reglubundnar þjónustuskoðanir. Þjónusta vegna dekkjaviðgerða og umfelgana ef springur á hjólabarða er ekki innifalin í leiguverðinu svo og viðgerðir vegna bilunar sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmrar meðferðar á ökutækinu.
Ef notkun fer umfram innfalinn akstur skal leigutaki greiða aukalega gjald sem verður innheimt af leigusala skv. samkomulagi hans við leigutaka, þó aldrei síðar en í lok leigutíma.

62. Uppgjörsgreiðsla verður innheimt með lokagreiðslu boðgreiðslusamnings eða eftir nánara samkomulagi milli aðila þar um.

63. Óski leigutaki eftir annarri þjónustu en samningur þessi tekur til skal hann greiða fyrir hana skv. gjaldskrá leigusala.

64. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllum stöðumælasektum, sektum fyrir umferðarlagabrot, veggjöldum og annars kostnaðar sem til getur fallið til. Leigusala er heimilt að taka þjónustugjald skv. verðskrá sinni í samræmi við verðlista fyrir meðhöndlun sektagreiðslna og fyrir að veita upplýsingar vegna umferðarlagabrota. Innheimtar sektir og þjónustugjöld verða skuldfærðar á greiðslukort leigutaka eða á viðskiptareikning hans.

65. Fáist ekki skuldfærsluheimild á greiðslukort skv. boðgreiðslusamningi er samningur komin í vanskil. Greiði leigutaki ekki leiguna og aðrar greiðslur sem gjaldfallnar eru og honum ber að greiða á gjalddaga, skal hann greiða bílaleigunni hæstu leyfilegu dráttarvexti af hinni vangreiddu fjárhæð auk kostnaðar skv. framlagðri gjaldskrá bílaleigunnar ásamt öðrum kostnaði sem af hefur hlotist, svo sem lögfræði- eða málskostnað. Dráttarvextir eru ákvarðaðir skv. ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2000 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum, af gjaldfallinni fjárhæð og kostnaði.

66. Fyrirtæki og rekstraraðilar geta óskað eftir reikningsviðskiptum. Um þau gilda skilmálar ALP hf. um reikningsviðskipti og er sótt um þau sérstaklega.

67. Leigusamningur þessi er tímabundinn og óuppsegjanlegur, leigutaki getur ekki skilað leigumun fyrr en í lok leigutíma án lokagjalds skv. gr. 51 í samningi þessum.

68. Leigusala er heimilt að gjaldfæra á greiðslukort leigutaka leigugjald og annað sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á ökutæki á meðan það er í vörslu leigutaka og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það sé gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður í 12 mánuði eftir að ökutæki hefur verið skilað til leigusala.

Riftun:

69. Leigusala er heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara verði vanefnd af hálfu leigutaka eða brjóti hann einhver ákvæði samnings þessa. Sem dæmi má nefna:

70. Þá er leigusala heimilt að segja samningi þessum upp án fyrirvara séu eftirtaldar ástæður utan samnings fyrir hendi:

71. Uppgjör milli leigusala og leigutaka vegna samningsloka eða riftunar fer fram með þessum hætti:

72. Öll verð á þessari síðu eru birt með fyrirvara um villur. Verðin á síðunni eru því ekki bindandi fyrr en að Avis ( Alp hf. ) hefur staðfest leigusamninginn. Ef villa er á verði mun Avis ( Alp hf. ) upplýsa leigutaka áður en leigusamningur er undirritaður.

73. Upplýsingar um bílinn líkt og aukahlutir eru birt með fyrirvara um villur. Upplýsingarnar um bílinn á síðunni eru því ekki bindandi fyrr en Avis ( Alp hf. ) hefur staðfest Leigusamninginn. Ef þessar upplýsingar eru rangar mun Avis (Alp hf. ) upplýsa leigutaka áður en leigusamningur er undirritaður.

74. Greiðsluhæfismat frá Creditinfo kostar 1.500 kr. Með því að samþykkja mat creditinfo samþykkir leigutaki að greiða 1.500 kr ef leigutaki hefur ekki leigu. Fjárhæðin verður dregin frá staðfestingargjaldi áður en staðfestingargjald er endurgreitt.

75. Með því að leggja fram pöntun á langtímaleigubíl á heimasíðu Avis langtímaleigu er gjald að fjárhæð 10.000 kr dregið af greiðslukorti leigutaka. Staðfestingargjald þetta telst til inneignar verði af viðskiptum. Kostnaður greiðslumats er dreginn af inneign þessari smbr. 74 gr. Ef leigutaki hefur ekki leigu.